Mathys Tel gekk til liðs við Tottenham á láni út tímabilið á gluggadeginum. Hollendingurinn er 19 ára gamall og kemur frá Bayern Munchen.
Nokkrum dögum áður en hann gekk til liðs við Tottenham hafði hann hafnað þeim en eftir samtal við Ange Postecoglou, þjálfara Tottenham, á Zoom skipti hann um skoðun.
Harry Kane hefur einnig sagt að Tel ræddi við hann í aðdragandanum. Það eru fáir sem þekkja betur hvernig hlutirnir virka í Tottenham en Harry Kane enda markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi og næst markahæstur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
„Hann spurði mig um Tottenham. Þegar hann var búinn að skrifa undir senti hann mér skilaboð og sagði mér að aðstaðan væri geggjuð. Hann var mjög spenntur.“ sagði Harry Kane og bætti svo við.
„Ég óska honum alls hins besta. Vonandi spilar hann mikið, það er það sem hann þarf. Hann þarf að þróast sem leikmaður og upplifa hæðir og lægðir. Ég þekki Tottenham mjög vel og þeir munu passa vel upp á hann, vonandi stendur hann sig vel.“ sagði Kane.
Næsti leikur Tottenham er á Villa Park á morgun í FA bikarnum en þeir eru í 14. sæti deildarinnar.
Athugasemdir