Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 08. apríl 2021 22:00
Aksentije Milisic
Arteta: Með óbragð í munninum
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var mjög svekktur eftir leik Arsenal og Slavia Prag í Evrópudeildinni í kvöld.

Leikurinn fór fram á Emirates leikvangnum og það voru heimamenn sem náðu forystunni á 86. mínútu leiksins. Slavia Prag jafnaði hins vegar í uppbótartímanum og náði því í mjög góð úrslit í London.

„Við vorum með stjórn á þessum leik. Við fundum markið sem við vorum að leita að en við klúðrum mikið af færum. Við fengum á okkur horn, þeir setja marga menn inn í teiginn og svona getur gerst," sagði Spánverjinn.

„Við vissum að við gætum breytt leiknum með fimm skiptingum. Varamennirnir okkar breyttu leiknum mikið. Því miður náðum við ekki að nýta okkur það í úrslitum leiksins."

„Þeir eru með öflugt lið og hafa unnið sterk lið á leið sinni í keppninni. Úrslit leiksins skilja okkur hins vegar eftir með óbragð í munninum."

Síðari leikurinn fer fram í Tékklandi í næstu viku og ljóst að Arsenal þarf að skora mark eða mörk til að komast áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner