Vikan í enska boltanum var viðburðarík en Garth Crooks hjá BBC hefur valið lið vikunnar. Arsenal komst aftur á toppinn, yfirburðir Liverpool voru ekki nóg gegn Manchester United og þá tapaði Chelsea óvænt stigum gegn botnliði Sheffield United.
Markvörður: Jordan Pickford (Everton) - Englendingurinn þekkir það vel að vera í erfiðum kringumstæðum á þessum hluta tímabilsins. Var frábær gegn Newcastle í miðri viku og hélt hreinu í 1-0 sigri á Burnley um helgina.
Varnarmaður: Micky van de Ven (Tottenham) - Skoraði geggjað mark í 3-1 sigrinum á Nottingham Forest og hjálpaði sínu liði í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Frábær frammistaða, bæði í vörn og sókn.
Varnarmaður: Gabriel (Arsenal) - Sá hefur verið góður undanfarið. Varnarleikurinn mun skipta miklu máli á lokametrunum og ákveða það hvort liðið verði meistari eða ekki. Átti geggjaða björgun í 3-0 sigrinum gegn Brighton og virðist ekkert komast fram hjá honum þessa dagana.
Miðjumaður: Bruno Guimaraes (Newcastle) - Einn sá mikilvægasti í Newcastle-liðinu. Gerði sigurmarkið gegn Fulham um helgina og alveg ljóst að félagið verður að halda í hann ef það ætlar að ná árangri á næsta tímabili.
Athugasemdir