Það voru óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni þessa umferðina. Topplið Liverpool tapaði gegn Fulham og Arsenal gerði aðeins jafntefli gegn Everton. Troy Deeney sérfræðingur BBC er búinn að velja lið umferðarinnar.
Markvörður: Mark Flekken (Brentford) - Chelsea átti 21 skot en Flekken hélt hreinu. 0-0 enduðu leikar.
Varnarmaður: Daniel Munoz (Crystal Palace) - Skoraði í 2-1 sigri gegn Brighton. Virkilega áreiðanlegur leikmaður.
Varnarmaður: Noussair Mazraoui (Manchester United) - Sá varnarmaður United sem er farinn að sýna mesta stöðugleika. United gerði markalaust jafntefli í grannaslag gegn City.
Miðjumaður: Youri Tielemans (Aston Villa) - Orðinn algjör lykilmaður hjá Villa. Átti stoðsendingu og var hrikalega öflugur þegar Villa sigraði Nottingham Forest.
Miðjumaður: Joao Gomes (Wolves) - Þessi frábæri miðjumaður var langbesti maður vallarins þegar Úlfarnir unnu Ipswich.
Sóknarmaður: Jacob Murphy (Newcastle) - Skoraði tvö í 3-0 sigri gegn Leicester. Þvílíkt tímabil sem maðurinn er að eiga.
Sóknarmaður: Ryan Sessegnon (Fulham) - Skoraði og sýndi sínar bestu hliðar í sigrinum gegn Liverpool.
Sóknarmaður: Evanilson (Bournemouth) - Heldur áfram að spila mjög vel. Skoraði bæði mörk síns liðs í 2-2 jafntefli gegn West Ham.
Sóknarmaður: Jörgen Strand Larsen (Wolves) - Skoraði sigurmarkið gegn Ipswich. Norðmaðurinn hefur tekið miklum framförum og fundið sjálfstraustið.
Athugasemdir