Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. maí 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Ekki nógu góðir til að spila fyrir Man Utd
Bruno Fernandes
Bruno Fernandes
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Manchester United hafa fengið sig fullsadda á leikmönnum liðsins eftir 4-0 tapið fyrir Brighton í gær en nú er það endanlega ljóst að United spilar ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Frammistaða United í gær var skammarleg en liðið átti ekki eitt skot á markið í fyrri hálfleik og skapaði sér í raun ekkert af viti fyrr en Edinson Cavani kom inná sem varamaður í síðari hálfleiknum.

Stuðningsmenn hafa hingað til verið duglegir að benda á Harry Maguire, fyrirliða United, en hann sat á bekknum á meðan Brighton gekk yfir liðið. Hann kom síðan inná seinni hluta síðari hálfleiks.

Á meðan leik stóð og eftir leikinn sungu stuðningsmennirnir að leikmenn United væru ekki nógu góðir til að klæðast treyjunni og gat Bruno Fernandes, leikmaður liðsins, tekið undir þessi orð.

„Þar á meðal ég. Það sem við gerðum í dag og það sem ég gerði í dag, var alls ekki nógu gott fyrir leikmann sem klæðist þessari treyju og ég er alveg sammála þeim," sagði Fernandes eftir leik.

United á í hættu að missa af Evrópudeildarsæti en West Ham gæti veitt þeim samkeppni ef liðið nær að vinna þá tvo leiki sem liðið á inni.
Athugasemdir
banner
banner