Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   lau 08. júní 2024 12:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ógleymanleg vika Bjarka Steins
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki horfði á Kane klúðra.
Bjarki horfði á Kane klúðra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Steinn Bjarkason lék í gær sinn langstærsta landsleik á ferlinum, var í byrjunarliðinu og lék allan leikinn þegar Ísland vann sigur á Englandi á Wembley.

Fyrir leikinn í gær hafði Bjarki komið við sögu í tveimur leikjum með landsliðinu, vináttuleikjum gegn Sádi-Arabíu og Suður Kóreu í nóvember 2022.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Það kom mörgum á óvart að sjá Bjarka valinn í byrjunarliðið en hann heldur betur stóð fyrir sínu í leiknum. Hann er ekki vanur því að spila hægri bakvarðarstöðuna, hefur stundum verið í vængbakverði en hafði ekki áður spilað sem bakvörður í fjögurra manna varnarlínu.

Hann kom inn í leikinn fullur sjálfstrausts eftir að félagslið hans, Venezia, vann umspilið í ítölsku B-deildinni og tryggði sér með því sæti í efstu deild á komandi tímabili. Bjarki var í byrjunarliðinu þegar Venezia lagði Cremonese á sunnudag og tryggði sér með því sæti í Serie A. Degi síðar var hann mættur til móts við landsliðið og hóf undirbúning fyrir leikinn gegn Englandi á Wembley.

Bjarki fékk átta í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum.
Kom óvænt inn í byrjunarliðið og spilaði sinn langstærsta leik. Gerði það með stakri prýði. Var flottur varnarlega og var líka góður á boltanum.

„Það var það skemmti­leg­asta sem ég hafði gert á ferl­in­um, og svo kem ég hingað á Wembley og við vinn­um Eng­land. Það ger­ist bara ekki betra en þessi vika hjá mér," sagði Bjarki Steinn við mbl.is í gær.Athugasemdir
banner
banner