Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Gunnar Heiðar: Maður fann það að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
   fös 07. júní 2024 21:51
Brynjar Ingi Erluson
Bjarki Steinn: Skal viðurkenna að það var þægilegra þegar Cole Palmer fór á mig
Icelandair
Bjarki í baráttunni við Declan Rice
Bjarki í baráttunni við Declan Rice
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Steinn Bjarkason fékk tækifæri í byrjunarliði Íslands í 1-0 sigrinum á Englandi á Wembley í kvöld og tókst honum heldur betur að heilla.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Þetta var annar byrjunarliðsleikur Bjarka með A-landsliðinu og hans fyrsti undir stjórn Åge Hareide.

„Hún er ólýsanleg. Það er ekki á hverjum degi sem maður vinnur á Wembley. Geggjaður sigur hjá öllu liðinu og mjög stoltur,“ sagði Bjarki við Fótbolta.net.

Hann hafði tilfinningu fyrir því að hann væri að fara byrja leikinn og sá því til þess að hann væri klár.

„Geðveikt og rosalega mikill heiður fyrir mig. Ég þurfti að gíra mig extra mikið upp og ég gerði það. Klár í þennan leik og gerði það ágætlega. Helvíti sáttur.“

Bjarki þekkir það ágætlega að spila sem vængbakvörður í fimm manna vörn Venezia, en ekki alveg jafn kunnugur því að leika í bakverði í fjögurra manna vörn.

„Nei, ekki sem fjórir til baka. Ég er búinn að spila sem vængbakvörður vinstra og hægra megin hjá Venezia þannig ég kann þetta alveg og get alveg varist líka. Ég var klár í að gíra mig í þetta og það var bara flott.“

Mosfellingurinn viðurkennir að byrjunin hafi verið fremur erfið en eftir það hafi allt gengið eins og í sögu.

„Ég ætla ekki að ljúga að þér. Fyrstu fimmtán voru svolítið erfiðar en síðan vann maður sig betur inn í leikinn og þá fann maður hvað allir voru klárir í þetta og saman í þessu. Þá leið manni miklu betur.“

Bjarki mættir Anthony Gordon, leikmanni Newcastle United, en sá var einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Var einhver hræðsla að mæta honum?

„Jájá, kannski smá í byrjun. Hann er hrikalega fljótur og skal alveg viðurkenna það að það var þægilegra þegar Cole Palmer fór á mig því hann var ekki mikið að fara utan á mig. En svo eru þetta fótboltamenn eins og ég, og ég gerði bara mitt besta.“

Miðað við frammistöðuna þá var Bjarki að sýna Hareide að hann sé klár í að taka við stöðuna.

„Þetta er allt í hans höndum, en tel mig hafa gert nokkuð vel í kvöld. Bara vel, þetta var geggjaður leikur og allt það en við verðum að halda þessu áfram. Það er leikur eftir þrjá daga og þar verðum við að ná jafn góðri frammistöðu vonandi,“ sagði hann.
Athugasemdir
banner