De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fös 07. júní 2024 21:51
Brynjar Ingi Erluson
Bjarki Steinn: Skal viðurkenna að það var þægilegra þegar Cole Palmer fór á mig
Icelandair
Bjarki í baráttunni við Declan Rice
Bjarki í baráttunni við Declan Rice
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Steinn Bjarkason fékk tækifæri í byrjunarliði Íslands í 1-0 sigrinum á Englandi á Wembley í kvöld og tókst honum heldur betur að heilla.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Þetta var annar byrjunarliðsleikur Bjarka með A-landsliðinu og hans fyrsti undir stjórn Åge Hareide.

„Hún er ólýsanleg. Það er ekki á hverjum degi sem maður vinnur á Wembley. Geggjaður sigur hjá öllu liðinu og mjög stoltur,“ sagði Bjarki við Fótbolta.net.

Hann hafði tilfinningu fyrir því að hann væri að fara byrja leikinn og sá því til þess að hann væri klár.

„Geðveikt og rosalega mikill heiður fyrir mig. Ég þurfti að gíra mig extra mikið upp og ég gerði það. Klár í þennan leik og gerði það ágætlega. Helvíti sáttur.“

Bjarki þekkir það ágætlega að spila sem vængbakvörður í fimm manna vörn Venezia, en ekki alveg jafn kunnugur því að leika í bakverði í fjögurra manna vörn.

„Nei, ekki sem fjórir til baka. Ég er búinn að spila sem vængbakvörður vinstra og hægra megin hjá Venezia þannig ég kann þetta alveg og get alveg varist líka. Ég var klár í að gíra mig í þetta og það var bara flott.“

Mosfellingurinn viðurkennir að byrjunin hafi verið fremur erfið en eftir það hafi allt gengið eins og í sögu.

„Ég ætla ekki að ljúga að þér. Fyrstu fimmtán voru svolítið erfiðar en síðan vann maður sig betur inn í leikinn og þá fann maður hvað allir voru klárir í þetta og saman í þessu. Þá leið manni miklu betur.“

Bjarki mættir Anthony Gordon, leikmanni Newcastle United, en sá var einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Var einhver hræðsla að mæta honum?

„Jájá, kannski smá í byrjun. Hann er hrikalega fljótur og skal alveg viðurkenna það að það var þægilegra þegar Cole Palmer fór á mig því hann var ekki mikið að fara utan á mig. En svo eru þetta fótboltamenn eins og ég, og ég gerði bara mitt besta.“

Miðað við frammistöðuna þá var Bjarki að sýna Hareide að hann sé klár í að taka við stöðuna.

„Þetta er allt í hans höndum, en tel mig hafa gert nokkuð vel í kvöld. Bara vel, þetta var geggjaður leikur og allt það en við verðum að halda þessu áfram. Það er leikur eftir þrjá daga og þar verðum við að ná jafn góðri frammistöðu vonandi,“ sagði hann.
Athugasemdir
banner
banner