Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 08. september 2020 18:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Spennandi að sjá strákinn spreyta sig gegn þeim allra bestu í heimi"
Icelandair
Andri Fannar byrjar í dag.
Andri Fannar byrjar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson fær tækifæri í byrjunarliði Íslands gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Andri, sem er leikmaður Bologna á Ítalíu, er að fara að spila sinn fyrsta A-landsleik.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum.

Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, ræddi við Henry Birgi Gunnarsson á Stöð 2 Sport fyrir leikinn.

„Það eru mörg tækifæri sem leikmenn fá í dag. Við horfðum á það þannig að við vildum hafa eins hátt orkustig í liðinu og kostur væri á," sagði Freyr.

„Við sjáum þetta einnig sem kjörið tækifæri til að skoða fleiri leikmenn. Við erum á þannig stað með liðið að það er fínt að skoða leikmenn í djúpu lauginni."

Við teljum að Andri Fannar sé tilbúinn í þetta verkefni. Hann er búinn að standa sig gríðarlega vel á æfingum og það verður spennandi að sjá strákinn spreyta sig gegn þeim allra bestu í heiminum."

Sjá einnig:
Myndir: Aron Einar tók húfuna af Andra Fannari í miðjum leik
Athugasemdir
banner
banner
banner