Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fim 08. október 2020 21:54
Elvar Geir Magnússon
Aron og Jói Berg verða í hópnum gegn Danmörku
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið mætir Danmörku í Þjóðadeildinni á sunnudagskvöld. Erik Hamren landsliðsþjálfari var spurður á fréttamannafundi hvort einhver myndi fara úr hópnum fyrir þann leik.

Hamren sagði svo ekki vera og að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fengi að vera áfram. Al-Arabi, félagslið Arons í Katar, átti rétt á að banna honum að taka þátt í verkefninu en Hamren segir að samkomulag hafi náðst.

Jóhann Berg Guðmundsson verður einnig með í hópnum gegn Danmörku en hann mun svo halda til Englands.

Aron Sigurðarson og Jón Dagur Þorsteinsson koma inn í A-landsliðshópinn fyrir komandi Þjóðadeildarleiki en þeir verða með U21 landsliðinu gegn Ítalíu á morgun.

Hamren sagðist ekki hafa neinar upplýsingar um meiðslastöðuna á hópnum eftir sigurinn gegn Rúmeníu í kvöld. Kári Árnason fór meiddur af velli og verður að teljast ólíklegt að hann geti spilað á sunnudag.

Frekari fréttir af stöðu hópsins ættu að koma í ljós á laugardaginn en þá verður haldinn fréttamannafundur fyrir leikinn gegn Danmörku.
Athugasemdir
banner