Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 08. október 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Ísak á lista yfir 60 efnilegustu leikmenn í heimi
Ísak Bergmann Jóhannesson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður Norrköping í Svíþjóð, er á lista The Guardian yfir 60 efnilegustu leikmenn í heimi sem eru fæddir árið 2003.

Guardian birti listann í dag en Ísak er á listanum eftir magnaða frammistöðu í sænsku úrvalsdeildinni á þessu ári.

„Afi hans, Guðjón Þórðrason, er ein frægasti þjálfari í sögu Íslands en hann starfaði hjá Stoke og Barnsley auk fleiri félaga," segir í umsögn Guardian.

„Faðir hans, Joey Guðjónsson, lék 34 landsleiki og átti góðan tíma hjá Leicester. Frændur hans eru líka frægir, sérstaklega Þórður Guðjónsson sem var einn af bestu leikmönnum Íslands af sinni kynslóð."

„Það kemur því lítið á óvart að Ísak Bergmann Jóhannesson sé með gífurlega hæfileika. Hann gæti í raun orðið skærasta stjarnan í þessari goðsagnarkenndu fjölskyldu."

„Fjölhæfur miðjumaður sem spilar vanalega á hægri kanti en getur auðveldlega spilað vinstra meginn eða á miðjunni. Hann er orðiinn lykilmaður hjá Norrköping með því að skora þrjú mörk og leggja upp sex í einungis 21 leik í Allsvenskunni. Vinstri fótur hans er stórkostlegur og Juventus er sagt fylgjast náið með honum."


Ísak verður í eldlínunni með U21 landsliði Íslands gegn Ítalíu á Víkingsvelli á morgun.

Smelltu hér til að sjá lista The Guardian
Athugasemdir
banner
banner
banner