Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   sun 08. nóvember 2020 16:24
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Djurgarden í góðri stöðu fyrir lokaumferðina
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn er Rosengård lagði Piteå að velli í efstu deild sænska kvennaboltans.

Rosengård er búið að missa af titlinum þrátt fyrir sigurinn en sterkt lið Göteborg trónir á toppinum, með fjögurra stiga forystu fyrir lokaumferðina.

Rosengård er búið að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð ásamt Íslendingaliði Kristianstad sem vann í gær.

Piteå 0 - 3 Rosengård
0-1 A. Anvegard ('49)
0-2 S. Troelsgaard ('65)
0-3 J. Kaneryd ('83)

Guðrún Arnardóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir spiluðu þá allan leikinn er Djurgården gerði jafntefli við Umeå.

Liðin mættust í hálfgerðum úrslitaleik í fallbaráttunni en hvorugu liði tókst að skora í leiknum.

Umeå er í fallsæti með 20 stig fyrir lokaumferðina. Djurgården er með 21 stig og tekur á móti föllnu botnliði Uppsala í lokaumferðinni.

Umeå 0 - 0 Djurgården

Að lokum spilaði Kristrún Rut Antonsdóttir 64 mínútur er Mallbacken gerði jafntefli við Alingsas í B-deildinni.

Mallbacken endar í efri hlutanum og er liðið með 42 stig eftir 25 umferðir, sem nægir ekki til að berjast um sæti í efstu deild.

Alingsas 1 - 1 Mallbacken
1-0 M. Davin ('62)
1-1 ('68)
Athugasemdir
banner
banner