Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
banner
   fös 08. nóvember 2024 23:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Hafa klikkað á síðustu fimm vítaspyrnum
Vincenzo Grifo
Vincenzo Grifo
Mynd: EPA

Union Berlin 0 - 0 Freiburg
0-0 Vincenzo Grifo ('21 , Misnotað víti)


Union Berlin fékk Freiburg í heimsókn í þýsku deildinni í kvöld en liðin hafa byggt á sterkum varnarleik. Liðin eru í 3. og 4. sæti yfir fæst mörk fengin á sig í deildinni á þessu tímabili.

Eftir tuttugu mínútna leik fékk Freiburg vítaspyrnu. Vincenzo Grifo steig á punktinn en Frederik Rönnow í marki Union varði spyrnuna. Þetta var fimmta vítaspyrnan í röð sem leikmanni Freiburg mistekst að skora úr.

Union er ósigrað á heimavelli og byrjaði leikinn betur en Freiburg komst inn í leikinn þegar leið á fyrri hálfleikinn en markalaust var enn þegar flautað var til loka hálfleiksins.

Seinni hálfleikurinn byrjaði á svipuðum nótum og sá fyrri en inn vildi boltinn ekki og markalaust jafntefli niðurstaðan.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 10 9 1 0 35 6 +29 28
2 RB Leipzig 10 7 1 2 20 13 +7 22
3 Dortmund 10 6 3 1 16 7 +9 21
4 Stuttgart 10 7 0 3 17 12 +5 21
5 Leverkusen 10 6 2 2 24 14 +10 20
6 Hoffenheim 10 6 1 3 21 16 +5 19
7 Eintracht Frankfurt 10 5 2 3 23 19 +4 17
8 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
9 Köln 10 4 2 4 17 15 +2 14
10 Freiburg 10 3 4 3 13 14 -1 13
11 Union Berlin 10 3 3 4 13 17 -4 12
12 Gladbach 10 2 3 5 13 19 -6 9
13 Hamburger 10 2 3 5 9 16 -7 9
14 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
15 Augsburg 10 2 1 7 14 24 -10 7
16 St. Pauli 10 2 1 7 9 20 -11 7
17 Mainz 10 1 2 7 10 18 -8 5
18 Heidenheim 10 1 2 7 8 23 -15 5
Athugasemdir
banner
banner