Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   sun 08. desember 2024 22:09
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Athletic og Atlético á svakalegri siglingu - Griezmann skoraði í uppbótartíma
Antoine Griezmann fagnar í leiknum í kvöld
Antoine Griezmann fagnar í leiknum í kvöld
Mynd: Getty Images
Inaki Williams gulltryggði sigur Athletic
Inaki Williams gulltryggði sigur Athletic
Mynd: EPA
Athletic Bilbao og Atlético Madríd eru heitustu lið La Liga þessa stundina en þau vinna hvern leikinn á fætur öðrum og hafa ekki tapað síðan í tvo mánuði.

Baskaliðið hefur verið í frábæru formi síðustu tvo mánuði en á þessum tíma hefur liðið unnið átta og gert þrjú jafntefli í öllum keppnum.

Aitor Paredes og Inaki Williams sáu um mörkin hjá Athletic í kvöld sem er nú í 4. sæti með sex stiga forystu á næsta lið.

Osasuna gerði á meðan 2-2 jafntefli við Alaves en Osasuna er í 7. sæti með 24 stig á meðan Alaves er í 15. sæti með 15 stig.

Það var þá mikið fjör í lokaleik dagsins er Atlético Madríd tók á móti Sevilla.

Argentínski miðjumaðurinn Rodrigo De Paul kom Atlético yfir með góðu marki á 10. mínútu en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum á tuttugu mínútum.

Juanlu Sanchez kom Sevilla í tveggja marka forystu snemma síðari hálfleiks en Atlético tókst að bregðast við. Antoine Griezmann minnkaði muninn með sjötta deildarmarki sínu áður en Samuel Lino jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka.

Í uppbótartíma skoraði Griezmann, sem er markahæsti leikmaður í sögu Atletico, sigurmarkið í fimmta sigri liðsins í röð.

Atlético hefur unnið níu leiki í röð í öllum keppnum og ekki tapað leik síðan 26. október.

Liðið er í 3. sæti deildarinnar með 35 stig, þremur stigum frá toppnum en Sevilla í 13. sæti með 19 stig.

Athletic 2 - 0 Villarreal
1-0 Aitor Paredes ('15 )
2-0 Inaki Williams ('69 )

Atletico Madrid 4 - 3 Sevilla
1-0 Rodrigo De Paul ('10 )
1-1 Dodi Lukebakio ('12 )
1-2 Isaac Romero Bernal ('32 )
1-3 Juanlu Sanchez ('57 )
2-3 Antoine Griezmann ('62 )
3-3 Lino ('79 )
4-3 Antoine Griezmann ('90 )

Osasuna 2 - 2 Alaves
0-1 Kike Garcia ('1 )
1-1 Ante Budimir ('54 )
2-1 Ruben Garcia ('61 )
2-2 Kike Garcia ('68 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atletico Madrid 19 13 5 1 34 12 +22 44
2 Real Madrid 19 13 4 2 43 19 +24 43
3 Barcelona 19 12 2 5 51 22 +29 38
4 Athletic 19 10 6 3 29 17 +12 36
5 Villarreal 19 8 6 5 34 31 +3 30
6 Mallorca 19 9 3 7 19 21 -2 30
7 Real Sociedad 19 8 4 7 17 13 +4 28
8 Girona 19 8 4 7 27 25 +2 28
9 Vallecano 19 6 7 6 22 22 0 25
10 Betis 19 6 7 6 21 23 -2 25
11 Osasuna 19 6 7 6 23 28 -5 25
12 Celta 19 7 3 9 28 30 -2 24
13 Sevilla 19 6 5 8 21 28 -7 23
14 Las Palmas 19 6 4 9 24 29 -5 22
15 Getafe 19 4 7 8 13 16 -3 19
16 Leganes 19 4 7 8 18 29 -11 19
17 Espanyol 20 5 4 11 19 32 -13 19
18 Alaves 19 4 5 10 21 31 -10 17
19 Valladolid 20 4 3 13 14 39 -25 15
20 Valencia 19 2 7 10 18 29 -11 13
Athugasemdir
banner
banner