Portúgalski bakvörðurinn Nuno Mendes hefur skrifað undir nýjan samning við PSG en frá þessu greinir ítalski fréttamaðurinn Fabrizio Romano á X-inu.
Samkvæmt ítalanum mun Mendes skrifa undir 5 ára samning og verður hann einn launahæsti leikmaður liðsins. Munnlegt samkomulag hafi náðst í desember en félagið mun tilkynna tíðindin á næstu dögum.
Nuno Mendes kom til PSG frá Sporting CP fyrst á láni tímabilið 2021/22 en skipti síðan alfarið fyrir næsta tímabil.
Portúgalinn hefur tekið þátt í 108 leikjum fyrir PSG og skorað í þeim fjögur mörk. Einnig á hann 33 landsleiki fyrir portúgalska landsliðið en hefur ekki skorað mark í landsliðsboltanum.
???????????? EXCLUSIVE: Nuno Mendes has signed new deal at Paris Saint-Germain!
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 7, 2025
New contract valid for the next 5 years, verbally agreed in December and now signed with announcement to follow.
Nuno will be among top earners at PSG with salary improved and longer deal. pic.twitter.com/9vQck7vyB6
Athugasemdir