Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   sun 09. febrúar 2025 08:00
Sölvi Haraldsson
Nuno Mendes skrifar undir hjá PSG
Nuno Mendes (t.h.)
Nuno Mendes (t.h.)
Mynd: EPA
Portúgalski bakvörðurinn Nuno Mendes hefur skrifað undir nýjan samning við PSG en frá þessu greinir ítalski fréttamaðurinn Fabrizio Romano á X-inu.

Samkvæmt ítalanum mun Mendes skrifa undir 5 ára samning og verður hann einn launahæsti leikmaður liðsins. Munnlegt samkomulag hafi náðst í desember en félagið mun tilkynna tíðindin á næstu dögum.

Nuno Mendes kom til PSG frá Sporting CP fyrst á láni tímabilið 2021/22 en skipti síðan alfarið fyrir næsta tímabil.

Portúgalinn hefur tekið þátt í 108 leikjum fyrir PSG og skorað í þeim fjögur mörk. Einnig á hann 33 landsleiki fyrir portúgalska landsliðið en hefur ekki skorað mark í landsliðsboltanum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner