Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fim 09. mars 2023 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
CAS gæti dæmt Marseille í bann frá leikmannakaupum
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Marseille krækti í senegalska miðjumanninn Pape Gueye sumarið 2020 en Watford kærði félagsskiptin vegna þess að leikmaðurinn var þegar búinn að samþykkja forsamning við enska félagið. 


Gueye ætlaði til Watford en hætti við skiptin á síðustu stundu þegar Marseille, sem hafði endað í öðru sæti frönsku deildarinnar nokkrum vikum fyrr, bankaði á dyrnar.

Watford kærði málið til FIFA og var úrskurður knattspyrnusambandsins þungur. Marseille var dæmt til að greiða 2,2 milljónir til Watford auk þess vera sett í kaupbann yfir heilt tímabil. Þá var Gueye dæmdur í fjögurra mánaða bann frá fótbolta. 

Hvorki Marseille né Gueye samþykktu þessa niðurstöðu og áfrýjuðu málinu til Alþjóða íþróttadómstólsins í Sviss, CAS.

CAS er núna með málið til meðhöndlunar og mun tilkynna niðurstöðu sína síðar á árinu. Enginn tímarammi hefur verið settur.

Gueye er mikilvægur hlekkur í landsliði Senegal og leikur með Sevilla á lánssamningi sem gildir út tímabilið. Hann á 100 leiki að baki fyrir Marseille en missti sæti sitt í byrjunarliðinu síðasta haust, enda er gífurleg samkeppni um byrjunarliðssæti á miðjunni.

Gueye er fæddur 1999 og er samningsbundinn Marseille út næstu leiktíð. Marseille vildi ekki láta kaupmöguleika fylgja með lánssamningi hans til Sevilla.


Athugasemdir
banner
banner