Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 09. maí 2020 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rafal Stefán: Lánið til Bournemouth setti strik í reikninginn
Mynd: Aðsend
Rafal við hlið Pedro Hipolito.
Rafal við hlið Pedro Hipolito.
Mynd: Fram
Mynd: Facebook
Mynd: .
Daði Lárusson.
Daði Lárusson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Rafal Stefán Daníelsson verður 19 ára í nóvember. Markvörðurinn lék fyrsta meistaraflokksleikinn sinn árið 2016 þegar hann varði mark Fram gegn Víkingi í æfingaleik.

Ári seinna var hann að æfa með U16 ára liði Liverpool og einnig hjá Everton. Í frétt Fótbolta.net í ágúst 2017 kemur fram að Manchester United sé einnig að fylgjast með Rafal.

Í júní árið 2018 fór Rafal aftur á reynslu til Liverpool og í febrúar 2019 var hann lánaður til Bournemouth.

Fótbolti.net hafði samband við Rafal í kjölfar svars hans í hinni hliðinni en óvenjulegt er að sjá að leikmaður spili sinn fyrsta leik 2016 en hafi enn í dag ekki leikið mótsleik. Hvað veldur?

Meiðsli og leikheimild hafa sett strik í reikninginn
Hvernig hafa undanfarin ár verið hjá Fram?

„Ég skrifaði undir hjá Fram í maí 2018 og vissi að ég myndi vera varamarkmaður þar sem ég var aðeins 16 ára að verða 17 og það var annar eldri markmaður í hópnum," sagði Rafal við Fótbolta.net.

„Ég var svo að vonast til að vera mögulega aðalmarkvörður árið 2019 en fer svo til Bournemouth og kem svo til baka og er ekki með leikheimild á Íslandi fyrr en tímabilið er hálfnað. Þegar það er síðan lítið eftir af tímabilinu þá meiðist ég í bakinu og þurfti að vera í burtu frá boltanum og var bara að byrja aftur að æfa af krafti núna nýverið."

Gekk vel hjá Liverpool en sagður of lítill
Eins og fyrr segir fór Rafal bæði árið 2017 og árið 2018 á reynslu til Liverpool. Hvernig kom það til að Rafal fór upphaflega á reynslu til Liverpool?

„Ég fór á Liverpool-námskeið hérna á Íslandi og þar tóku þjálfararnir eftir mér og létu Liverpool akademíuna vita af mér. Það var svo hringt í mig og spurt mig að koma og æfa með þeim í viku í Liverpool. Ég fer þangað og mér gengur mjög vel, æfði daglega og var með U16 ára liðinu."

Rafal nefnir þá staðreynd í 'hinni hliðinni' að hann hafi gefið sendingu á Gerrard. Hvernig þróaðist veran hjá Liverpool?

„Gerrard var þá einmitt að þjálfa U20 liðið og þeir æfðu við hliðina á okkur - það kom bolti til okkar, Gerrard kallaði á boltann og ég þurfti að senda á hann."

„Eftir þessa viku fór ég heim og eftir svona mánuð höfðu þeir aftur samband og vildu fá mig með U16 liðinu á mót í Tékklandi. Þar gekk líka mjög vel, við unnum mótið og ég náði að halda hreinu allt mótið. Þeir sögðu við mig að ég væri góður og efnilegur markmaður en þeir vildu ekki semja við mig eins og er."

„Þegar ég fer til Bournemouth heyrði ég að Liverpool hefði ekki viljað semja við mig vegna þess að ég var of lítill, ég var u.þ.b. 170cm þegar ég var hjá þeim."


Voru fleiri lið sem sem Rafal æfði hjá í Englandi?

„Ég var hjá Accrington í smá tíma og þeim langaði að fá mig en áttu ekki efni á að kaupa einhvern erlendis frá og mér leist heldur ekkert svakalega vel á aðstæðurnar þar. Ég æfði líka með Everton en þeir sögðu að ég væri svipaður, kannski aðeins betri, en aðrir markmenn sem þeir höfðu fyrir en væru ekkert að kaupa leikmenn erlendis frá nema þeir væru mikið betri en það sem þeir væru með."

Leiðinlegt að geta ekki sýnt það besta hjá Bournemouth
Hvernig kom til að Bournemouth vildi fá Rafal að láni í byrjun árs 2019?

„Það kom í gegnum Þorstein Magnússon. Hann tók mig með sér til Danmerkur á námskeiðið Dankeepers. Þar var einn markmannsþjálfari frá Bournemouth sem leist vel á mig og ýtti á að ég myndi koma til Bournemouth á reynslu. Það gekk vel og þeir vildu fá mig á lán."

„Mér gekk ágætilega í Bournemouth en ekki eins vel og ég vildi þar sem ég var meiddur í bakinu og gat ekki gert allt 100%. Ég æfði nokkrum sinnum með leikmönnunum sem voru ekki að fara keppa á leikdegi s.s. leikmenn sem voru að koma frá meiðslum eða náðu rétt svo ekki í hóp. Ég tók líka eina æfingu með aðalliðinu og mér gekk mjög vel."


Rafal nefnir hér meiðsli og áður hafði hann komið á leikheimildina í kjölfar heimkomunnar. Sér hann eftir því að hafa farið til Bournemouth?

„Auðvitað er það leiðinlegt að hafa farið meiddur og ekki geta gert sitt besta en ég sé ekki eftir neinu. Ég fékk góð viðbrögð úti og lagaði mikið í mínum leik."

Stefnir á að spila meistaraflokksbolta í sumar
Hvernig er staðan á Rafal í dag?

„Ég er að koma til baka eftir meiðsli en ætla mér að geta spilað meistaraflokks bolta í sumar og reyna fá einhverja reynslu svo ég verði betri upp á framtíðina að gera í boltanum."

„Ég þarf að halda áfram að æfa og læra til að verða betri. Ég er mjög glaður að hafa Daða (Lárusson) markmannsþjálfara í Fram og Óla (Ólaf Íshólm Ólafsson), sem er aðalmarkmaður núna í Fram, til að læra af.

„Svo er ég líka í einkaþjálfun hjá Ólafi Péturssyni, markmannsþjálfara Breiðabliks, sem hjálpar mér mjög mikið,"
sagði Rafal að lokum.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Rafal Daníelsson (Fram)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner