„Það er ekkert að gerast þannig að við sjáum bara til hvernig málin þróast að næsta glugga í janúar,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í samtali við Akureyri.net þegar hann var spurður út í framtíð sína.
Það var ekkert leyndarmál þegar Aron Einar kom heim í Þór í sumar að hugurinn stefndi út á ný. Félagaskiptaglugganum í Katar, þar sem Aron lék frá 2019, lokar í dag.
Age Hareide landsliðsþjálfari sagði á dögunum að Aron yrði ekki valinn í landsliðið á meðan hann væri hjá Þór í Lengjudeildinni og því ólíklegt að Aron verði með í Þjóðadeildinni.
Það var ekkert leyndarmál þegar Aron Einar kom heim í Þór í sumar að hugurinn stefndi út á ný. Félagaskiptaglugganum í Katar, þar sem Aron lék frá 2019, lokar í dag.
Age Hareide landsliðsþjálfari sagði á dögunum að Aron yrði ekki valinn í landsliðið á meðan hann væri hjá Þór í Lengjudeildinni og því ólíklegt að Aron verði með í Þjóðadeildinni.
Aron var valinn maður leiksins þegar Þór vann 2-0 gegn Dalvík/Reyni í gær en með sigrinum tryggðu Þórsarar sér áframhaldandi veru í Lengjudeildinni. Hann skoraði fyrra mark leiksins af vítapunktinum.
„Stýrði umferðinni á meðan að hann var inná. Öskraði nokkrum sinnum eftir meira tempói og var ávallt réttur maður á réttum stað. Svo tók hann helvíti laglegt víti líka!" skrifaði Daníel Smári Magnússon fréttamaður Fótbolta.net í skýrslu um leikinn.
Þetta var fyrsta mark Arons fyrir meistaraflokk Þórs.
„Ég náði sex leikjum 2005 og sex í deildinni 2006 en skoraði ekki áður en ég fór út, en það var mjög sætt að skora fyrsta markið fyrir uppeldisfélagið í dag. Ég er glaður að geta hjálpað liðinu á einhvern hátt og stoltur af því," sagði Aron við Akureyri.net.
Sögulegt mark - Aron ekki utan fyrr en í fyrsta lagi í janúar https://t.co/5kG4eWHKI4
— Skapti Hallgrímsson (@SkaptiHallgrims) September 8, 2024
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 11 | 6 | 5 | 50 - 27 | +23 | 39 |
2. Keflavík | 22 | 10 | 8 | 4 | 37 - 24 | +13 | 38 |
3. Fjölnir | 22 | 10 | 7 | 5 | 34 - 28 | +6 | 37 |
4. Afturelding | 22 | 11 | 3 | 8 | 39 - 36 | +3 | 36 |
5. ÍR | 22 | 9 | 8 | 5 | 30 - 28 | +2 | 35 |
6. Njarðvík | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 - 29 | +5 | 33 |
7. Þróttur R. | 22 | 8 | 6 | 8 | 37 - 31 | +6 | 30 |
8. Leiknir R. | 22 | 8 | 4 | 10 | 33 - 34 | -1 | 28 |
9. Grindavík | 22 | 6 | 8 | 8 | 40 - 46 | -6 | 26 |
10. Þór | 22 | 6 | 8 | 8 | 32 - 38 | -6 | 26 |
11. Grótta | 22 | 4 | 4 | 14 | 31 - 50 | -19 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 22 | 2 | 7 | 13 | 23 - 49 | -26 | 13 |
Athugasemdir