Arsenal vann 1-0 sigur gegn Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham vann öflugan sigur gegn Luton þrátt fyrir að vera manni færri og eru Norður-Lundúnaliðin saman á toppi deildarinnar.
Garth Crooks hjá BBC hefur valið lið umferðarinnar.
Varnarmaður: Micky van de Ven (Tottenham) - Þessi 22 ára hollenski varnarmaður skoraði sigurmarkið gegn Luton.
Miðjumaður: Scott McTominay (Manchester United) - Var á vellinum í nokkrar mínútur en það dugði til að jafna og skora sigurmarkið gegn Brentford. Þvílíkur lokakafli.
Sóknarmaður: Mohamed Salah (Liverpool) - Skoraði bæði mörk Liverpool í 2-2 jafnteflinu gegn Brighton.
Sóknarmaður: Raheem Sterling (Chelsea) - Fór illa með varnarmenn Burnley trekk í trekk. Komst sjálfur á blað í 4-1 útisigri.
Athugasemdir