Leikmaður Bournemouth orðaður við Liverpool - De Bruyne til Sádi - Fer Trent á frjálsri sölu?
   mið 09. október 2024 18:52
Ívan Guðjón Baldursson
Bjarni Þórður tekinn við Fylki (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Þórður Halldórsson hefur verið ráðinn sem nýr aðalþjálfari kvennaliðs Fylkis. Þessar fregnir eru staðfestar í dag eftir að greint var frá þeim í gær.

   09.10.2024 06:00
Bjarni Þórður að taka við kvennaliði Fylkis


Bjarni Þórður er fæddur 1983 og lék yfir 100 leiki með Fylki í efstu deild karla á ferli sínum sem fótboltamaður. Hann hefur komið náið að þjálfun hjá Fylki á síðustu árum og starfaði síðast sem markmannsþjálfari meistaraflokks kvenna.

Bjarni er uppalinn hjá Fylki og hefur komið víða við á síðustu árum, meðal annars hjá KSÍ þar sem starfaði tímabundið sem liðsstjóri A-landsliðs karla.

Fylkir endaði á botni Bestu deildarinnar í sumar og leikur því í Lengjudeildinni á næsta ári.

„Við hjá félaginu höfum miklar væntingar til samstarfsins við Bjarna Þórð og hlökkum til að vinna með honum að áframhaldandi framgangi kvennaknattspyrnunnar hjá Fylki," segir meðal annars í tilkynningu frá Fylki.

Bjarni tekur við af Gunnari Magnúsi Jónssyni sem þjálfaði meistaraflokk kvenna í tvö ár.
Athugasemdir
banner
banner