Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   mán 09. nóvember 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Eins og hann væri búinn að spila mörg hundruð leiki"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Lunddal Friðriksson stimplaði sig heldur betur inn í íslenska boltann á nýafstöðnu tímabili.

Valgeir vann sér sæti í liði Vals sem réttfættur vinstri bakvörður. Hann stóð sig frábærlega og var valinn í lið ársins hér á Fótbolta.net. Hann var einnig valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar.

Valgeir er aðeins 19 ára gamall en talað hefur verið um áhuga erlendra félaga á honum. Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, hrósaði Valgeiri þegar hann var á línunni í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.

„Valli er búinn að vera frábær. Hann kemur inn í þetta tiltölulega óvænt. Hann er á öfugum fæti og þarf aðlagast ungur. Hann var búinn að spila fá leiki en manni leið eins og hann væri búinn að spila mörg hundruð leiki," sagði Hannes.

„Hann þurfti að díla við erfiðar aðstæður í hverjum einasta leik og mér fannst hann gera það nánast í hvert skipti upp á tíu. Mér finnst ótrúlegt hvað hann hefur tekið miklum framförum, og hvað hann var stöðugur og góður í sumar. Mér fannst hann frábær," sagði landsliðsmarkvörðurinn jafnframt.

Hlusta má á útvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Úrslitaleikur landsliðsins og íslenskar fréttir
Athugasemdir
banner
banner