Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
banner
   mán 02. nóvember 2020 13:10
Fótbolti.net
Úrvalslið Pepsi Max-deildarinnar 2020
Patrick Pedersen er í úrvalsliðinu.
Patrick Pedersen er í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór Hauksson, fyrirliði Stjörnunnar.
Alex Þór Hauksson, fyrirliði Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar Þór Ingimundarson.
Valdimar Þór Ingimundarson.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Lasse Petry.
Lasse Petry.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net opinberaði í Innkastinu í dag úrvalslið ársins í Pepsi Max-deild karla en það má sjá hér að neðan. Liðið var opinberað í Innkastinu. Þetta er tíunda árið í röð sem Fótbolti.net velur lið ársins í deildinni.

Sjá einnig:
Innkastið - Uppgjör Pepsi Max-deildarinnar



Hannes Þór Halldórsson - Valur
Landsliðsmarkvörðurinn steig upp og átti stóran þátt í að yfirburðir Valsmanna voru eins miklir og raun bar vitni.

Birkir Már Sævarsson - Valur
Birkir spilaði í landsliðsklassa enda vann hann sér aftur sæti í íslenska landsliðshópnum. Skyndilega fór hann að skora eins og hann væri sóknarmaður.

Guðmundur Kristjánsson - FH
Hrikalega traustur fyrir FH-inga sem enduðu í öðru sæti deildarinnar.

Rasmus Christiansen - Valur
Kemur með feykilega mikla ró og yfirvegun í varnarleikinn hjá Val. Eftir að hafa verið á láni hjá Fjölni í fyrra var sá danski fyrsti maður á blað á Hlíðarenda í ár.

Valgeir Lunddal Friðriksson - Valur
Þessi ungi leikmaður stimplaði sig af mikilli snilld inn í Valsliðið. Var ekki hugsaður sem byrjunarliðsmaður í upphafi tímabils en endar í liði ársins og atvinnumennskan gæti verið handan við hornið.

Alex Þór Hauksson - Stjarnan
Miðjumaðurinn ungi er fæddur leiðtogi enda tók hann við fyrirliðabandinu í Garðabænum. Býr yfir mikilli leikgreind og límir miðjuna saman.

Lasse Petry - Valur
Danski miðjumaðurinn átti afskaplega jafnt og gott tímabil og spilaði lykilhlutverk í mörgum leikjum.

Valdimar Þór Ingimundarson - Fylkir
Var framúrskarandi með Árbæjarliðinu enda fékk hann tækifæri í atvinnumennskunni og er nú hjá Strömsgodset.

Aron Bjarnason - Valur
Reyndist frábær kaup hjá Valsmönnum. Skapaði, skoraði og lagði upp. Sífellt hættulegur og einn besti maður mótsins.

Steven Lennon - FH
Endaði með sautján mörk og miðað við flugið á honum hefði hann örugglega endað með því að slá markametið ef síðustu umferðirnar hefðu verið spilaðar.

Patrick Pedersen - Valur
Þessi hágæða sóknarmaður var næstmarkahæstur í deildinni. Forréttindi fyrir Val að hafa svona leikmann í fremstu víglínu.

Varamannabekkur:
Haraldur Björnsson - Stjarnan
Ásgeir Eyþórsson - Fylkir
Daníel Laxdal - Stjarnan
Viktor Karl Einarsson - Breiðablik
Stefán Teitur Þórðarson - ÍA
Atli Sigurjónsson - KR
Tryggvi Hrafn Haraldsson - ÍA

Sjá einnig:
Lið ársins 2019
Lið ársins 2018
Lið ársins 2017
Lið ársins 2016
Lið ársins 2015
Lið ársins 2014
Lið ársins 2013
Lið ársins 2012
Lið ársins 2011
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner