Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   lau 09. nóvember 2024 12:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bellingham ósáttur við Vinicius Junior - Vildi taka vítið
Mynd: Getty Images

Það gengur mikið á í herbúðum Real Madrid um þessar mundir en liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð.


Liðið hefur tapað tveimur af fjórum leikjum sínum í Meistaradeildinni en það er mikill pirringur innan hópsins eftir 3-1 tap liðsins gegn Milan í vikunni.

Vinicius Junior jafnaði metin fyrir Real með marki úr vítaspyrnu en spænski miðillinn Marca segir að Jude Bellingham hafi viljað taka vítið til að koma sér af stað í markaskorun en hann hefur farið hægt af stað og hefur enn ekki skorað á þessu tímabili.

Pirringur Bellingham náði hámarki þegar hann var tekinn af velli þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma en hann sparkaði í vantsbrúsa í pirringnum á leiðinni út af.


Athugasemdir
banner
banner