Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
banner
   lau 09. desember 2023 23:24
Brynjar Ingi Erluson
Emery vill ekki tala um titilbaráttuna - „Skal ræða við ykkur þegar við erum komnir á leik 30 eða 32“
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Spænski stjórinn Unai Emery heldur áfram að neita því að Aston Villa sé í titilbaráttu, en lið hans vann Arsenal 1-0 á Villa Park í dag og er nú aðeins tveimur stigum frá toppnum.

Villa hefur skapað algera gryfju á Villa Park. Liðið hefur unnið fimmtán heimaleiki í röð í deildinni.

Í síðustu tveimur leikjum hefur liðið unnið liðin tvö, Arsenal og Manchester City, sem börðust um titilinn á síðasta tímabili. Villa er að gera sig líklegt til að vera með í titilbaráttunni.

Aston Villa varðist hetjulega gegn Arsenal og þurfti aðeins eitt mark til að næla í sigur.

„Ég er rosalega ánægður. Þetta var erfiður leikur og við vorum þreyttir, en náðum samt að byrja vel. Þeir voru að þvinga sér í stöður á vellinum, en markvörðurinn okkar var frábær,“ sagði Emery.

„Við reyndum að verjast og halda boltanum. Við börðumst og þetta voru frábær þrjú stig í annars erfiðari viku. Við verðum að vera ánægðir, en líka halda okkur í jafnvægi.“

Eins og áður kom fram var þetta fimmtándi heimasigurinn í röð en þetta er í fyrsta sinn sem Emery tekst að afreka slíkt.

„Ég hef aldrei afrekað þetta áður og mun ekki gera það aftur sem þjálfari. Við verðum samt að reyna að skilja að við erum að etja kappi við önnur lið og erum aðg era það vel. Næsta áskorun er Sheffield United og það verður annar erfiður leikur.“

Emery hefur margoft verið spurður út í mögulega titilbaráttu en hann neitar að tengja nafn Villa við þá umræðu.

„Ég mun ræða við ykkur aftur þegar við erum komin á leik 30 til 32 og ef við erum í sömu stöðu þá get ég kannski rætt þetta við ykkur, en svona í byrjun tímabilsins erum við ekki í titilbaráttunni. Þetta er bara sextándi leikur deildarinnar. Við erum í topp fjórum og verðum að reyna halda því. Þetta er samt erfitt því við erum ekki að stjórna leikjum jafn vel og við gerum hér,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner