Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. janúar 2022 23:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rangnick: Kæmi mér ekki á óvart ef hann verður fyrirliði
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Mynd: EPA
„Við sýndum viðbrögð við tapinu gegn Úlfunum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Mér fannst við gera vel í fyrri hálfleik og staðan hefði getað verið 3-2, 4-3 okkur í vil í hálfleik," sagði Ralf Rangnick, stjóri Manchester United, eftir sigur gegn Aston Villa í ensku bikarkeppninni.

„Í seinni hálfleik reyndum við að sækja hratt og við hefðum getað gert meira úr stöðum sem komu upp. Við tókum stundum rangar ákvarðanir. Þegar við breyttum í tígulmiðju, þá náðum við meiri stjórn."

„Við börðumst vel sem lið þegar það var mikilvægt. Á endanum var þetta góður sigur. Það var markmiðið okkar, að komast áfram í næstu umferð."

Scott McTominay skoraði sigurmarkið. „Hann er úr akademíunni. Hann er með mikla orku. Hann er núna byrjaður að skora mörk og hefur leiðtogahæfni. Það kæmi mér ekki á óvart ef hann verður fyrirliði liðsins í framtíðinni."

Það er jákvætt að liðið hélt hreinu. „Við verðum að þróa liðið áfram í að halda hreinu. David de Gea var aftur stórkostlegur. Ég hefði viljað að hann hefði haft minna að gera. Við getum bætt okkur á því sviði."

Sigurinn var ekki sannfærandi og það mikið svigrúm fyrir bætingu.

„Það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið fullkominn leikur. Við getum verið betri í nokkrum þáttum, en við héldum hreinu og unnu saman. Það er margt sem við getum bætt en það er auðveldara að skoða það eftir 1-0 sigur."
Athugasemdir
banner
banner
banner