Það er útlit fyrir það að baráttan um landsliðsþjálfarastarf Íslands sé á milli Arnars Gunnlaugssonar og Freys Alexanderssonar. Þeir hafa báðir fundað með sambandinu sem mun taka ákvörðun fljótlega.
Þrír þjálfarar ræddu við sambandið og þar á meðal var einn erlendur þjálfari. Hinir tveir voru Arnar og Freyr.
Þrír þjálfarar ræddu við sambandið og þar á meðal var einn erlendur þjálfari. Hinir tveir voru Arnar og Freyr.
Norðmaðurinn Per-Mathias Högmo og Svíinn Janne Andersson hafa hvað mest verið orðaðir við starfið af erlendum þjálfurum en Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, hefur ekki viljað staðfesta hver það sé sem kom í viðtal.
Þorvaldur hefur reyndar neitað fyrir það að Högmo hafi komið í viðtal en hann er tekinn við Molde í Noregi. Þá vildi Andersson ekki tjá sig um málið við Fotbollskanalen. Sagði hann einfaldlega: „No comment."
Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV, henti hins vegar fram áhugaverðu nafni á samfélagsmiðlinum X í gær en hann sagði þar að Bo Henriksen hefði verið þriðji kandídatinn hjá KSÍ. Ekki Andersson eða Högmo.
Henriksen er í dag þjálfari Mainz í þýsku úrvalsdeildinni en utan frá er það hæpið að hann hefði farið úr því starfi til að þjálfa íslenska landsliðið. Hann hefur verið að gera afar góða hluti síðan hann tók við Mainz.
Henriksen er fyrrum leikmaður Vals, Fram og ÍBV og þekkir hann íslenskan fótbolta vel.
Þriðji kandídatinn í landsliðsþjálfarastarfið hjá Íslandi var Bo Henriksen, þjálfari Mainz í Þýskalandi.
— Gunnar Birgisson (@grjotze) January 9, 2025
Athugasemdir