Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fundar með KSÍ í dag um landsliðsþjálfarastarfið. Hann hitti Þorvald Örlygsson, formann KSÍ, og fleiri úr stjórn sambandsins á Hilton Reykjavík Nordica núna í morgun.
Arnar var í fríi í Bandaríkjunum um áramótin en er kominn aftur heim til Íslands.
Í gær fundaði Freyr Alexandersson með KSÍ en auk hans og Arnars þá ákvað stjórn KSÍ að ræða við einn aðila í viðbót en sá er erlendur.
Ekki hefur fengist staðfest hver það sé en talið líklegt að um sé að ræða Svíann Janne Andersson sem stýrði sænska landsliðinu frá 2016 til 2023. Norðmaðurinn Per-Mathias Högmo sem var einnig orðaður við starfið er tekinn við Molde.
Eins og greint var frá í morgun er Freyr einnig í viðræðum við Brann en hann er sagður vera með tilboð á borðinu frá norska úrvalsdeildarfélaginu.
Arnar var í fríi í Bandaríkjunum um áramótin en er kominn aftur heim til Íslands.
Í gær fundaði Freyr Alexandersson með KSÍ en auk hans og Arnars þá ákvað stjórn KSÍ að ræða við einn aðila í viðbót en sá er erlendur.
Ekki hefur fengist staðfest hver það sé en talið líklegt að um sé að ræða Svíann Janne Andersson sem stýrði sænska landsliðinu frá 2016 til 2023. Norðmaðurinn Per-Mathias Högmo sem var einnig orðaður við starfið er tekinn við Molde.
Eins og greint var frá í morgun er Freyr einnig í viðræðum við Brann en hann er sagður vera með tilboð á borðinu frá norska úrvalsdeildarfélaginu.
Fyrsta verkefni nýs landsliðsþjálfara Íslands verða umspilsleikir gegn Kosóvó í Þjóðadeildinni í mars og svo tekur við undankeppni HM næsta haust.
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, hefur yfirumsjón með leitinni og valinu á næsta þjálfara. Varaformennirnir Helga Helgadóttir og Ingi Sigurðsson halda utan um leitina með honum.
Athugasemdir