Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   fös 10. mars 2017 13:10
Magnús Már Einarsson
Annar leikmaður ÍA leggur skóna á hilluna vegna meiðsla
Iain Williamson.
Iain Williamson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Iain Williamson hefur neyðst til að hætta knattspyrnuiðkun sökum þrálátra meiðsla í mjöðm sem hafa verið hrjá hann undanfarin ár.

Iain er 29 ára gamall Skoti en hann hefur leikið í Pepsi-deildinni síðan árið 2012 með Grindavík, Val, Víkingi R. og ÍA.

Iain kom til ÍA á láni frá Víkingi Reykjavík í byrjun tímabilsins í fyrra, lék 20 leiki og var mikilvægur hlekkur í miðjuspili liðsins. Eftir tímabilið samdi hann við félagið út þessa leiktíð en mjaðmameiðslin hafa ágerst og samkvæmt læknisráði hefur hann tekið þessa ákvörðun.

„Knattspyrnufélag ÍA þakkar Iain Williamson fyrir sitt framlag á síðasta ári og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni," segir í tilkynningu frá ÍA.

Iain er annar leikmaður ÍA sem leggur skóna á hilluna í dag vegna meiðsla en varnarmaðurinn reyndi Ármann Smári Björnsson tilkynnti hið sama fyrr í dag.

Yfirlýsing Iain Williamson:
Eftir ellefu ár í atvinnumennsku verð ég því miður að leggja skóna á hilluna. Ég vonaðist til að halda áfram að spila fyrir ÍA og byggja ofan á góðan árangur sem við náðum á síðasta tímabili. Ég hef verið að kljást við meiðsli í mjöðm síðustu ár og farið í tvær aðgerðir vegna þess. Þrátt fyrir það hafa meiðslin haldið áfram að plaga mig og upp á síðkastið hafa verkirnir verið óbærilegir.
Ég vil þakka Knattspyrnufélagi ÍA fyrir stuðninginn og vil óska Gulla og liðinu alls hins besta í framtíðinni. Ég hef notið þess að spila knattspyrnu á Íslandi síðustu fimm ár og verð alltaf þakklátur fyrir þennan tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner