Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 10. maí 2021 21:15
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Kristjánsson látinn fara frá Esbjerg (Staðfest)
Ólafur Kristjánsson var látinn fara frá Esbjerg
Ólafur Kristjánsson var látinn fara frá Esbjerg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska félagið Esbjerg hefur ákveðið að slíta samstarfi sínu við Ólaf Kristjánsson en þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Esbjerg í kvöld.

Ólafur tók við liðinu síðasta sumar eftir að það féll úr úrvalsdeildinni en stefnan var að fara beint upp. Esbjerg byrjaði af miklum krafti en þegar það leið á tímabilið þá gekk illa að ná í hagstæð úrslit.

Esbjerg tapaði fyrir Fredericia 2-1 í umspilsriiðli dönsku B-deildarinnar í kvöld en úrslitin þýða það að Viborg og Silkeborg fara upp í efstu deild.

Esbjerg hafði aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum í deildinni og hafði það mikil áhrif á möguleika þeirra að komast upp.

Danska félagið hefur því ákveðið að slíta samstarfi sínu við Ólaf þegar þrír leikir eru eftir af deildinni.

„Eftir frábæra byrjun á tímabilinu þá verðum við að viðurkenna að uppskeran á stigum eftir vetrarfríið hefur ekki verið ásættanleg og við eigum ekki lengur möguleika á að komast upp í úrvalsdeildina. Á sama tíma höfum við áveðið að fara aðra leið með Esbjerg og kveðjum því Ólaf Kristjánsson. Við óskum honum góðs gengis í framtíðinni og takk fyrir samstarfið," sagði Jimmi Nagel Jacobsen, yfirmaður íþróttamála hjá Esbjerg.

Lars Vind, þjálfari unglingaliðs Esbjerg, mun stýra liðinu í síðustu leikjum mótsins.
Athugasemdir
banner
banner