Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 10. maí 2021 21:09
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-kvenna: Óvænt jafntefli í Laugardalnum
Kvenaboltinn
Þróttarar eru með tvö stig úr fyrstu tveimur leikjunum
Þróttarar eru með tvö stig úr fyrstu tveimur leikjunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 0 - 0 Valur

Þróttur R. og Valur gerðu markalaust jafntefli í 2. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld en spilað var á Eimskipsvellinum í Laugardal.

Lestu nánar um leikinn hér

Þróttarar fengu dauðafæri strax á 10. mínútu leiksins. Andrea Rut Bjarnadóttir átti frábæra fyrirgjöf á Hildi Egilsdóttur. Hún fékk allan tímann í heiminum til að koma boltanum í markið en skaut honum yfir.

Mist Edvardsdóttir átti skalla í slá hinum megin á vellinum aðeins fjórum mínútum síðar. Bæði lið fengu fínustu tækifæri í fyrri hálfleiknum en boltinn vildi ekki inn.

Ída Marín Hermannsdóttir og Elín Metta Jensen fengu fín tækifæri í þeim síðari en markalaust jafntefli staðreynd í Laugardalnum.

Þróttarar eru með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina en Valur fjögur stig.
Athugasemdir
banner