Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. júlí 2020 22:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mjólkurbikar kvenna: Haukar skoruðu sjö í lokaleik kvöldsins
Birna skoraði tvö
Haukar fara áfram í 8-liða úrslit.
Haukar fara áfram í 8-liða úrslit.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Haukar 7 - 1 Fjarðab/Höttur/Leiknir
1-0 Birna Kristín Eiríksdóttir ('4 )
2-0 Sæunn Björnsdóttir ('43 )
3-0 Birna Kristín Eiríksdóttir ('47 )
3-1 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('60 )
4-1 Heiða Rakel Guðmundsdóttir ('60 )
5-1 Elín Björg Símonardóttir ('75 )
6-1 Sæunn Björnsdóttir ('78 )
7-1 Elín Klara Þorkelsdóttir ('88 )
Lestu um nánar um leikinn.

Haukar urðu sjötta og síðasta lið kvöldsins til að bóka farmiðann í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins þegar liðið lagði sameiginlegt lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis í 16-liða úrslitum keppninnar.

Haukar, sem leika í Lengjudeildinni, leiddu 2-0 í hálfleik en leikið var á Ásvöllum í Hafnarfirði, heimavelli Hauka.

Á 60. mínútu minnkaði Freyja Karín Þorvarðardóttir muninn fyrir gestina sem leika í 2. deild en á sömu mínútu svaraði Heiða Rakel Guðmundsdóttir. „MARK!!! Þær svara um leið! Heiða Rakel búin að leggja upp tvö og núna skorar hún. Gott hjá Haukum að svara strax með marki," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í beinni textalýsingu frá leiknum,

Birna Kristín Eiríksdóttir, sem gekk í raðir Hauka frá Fylki fyrir þessa leiktíð, skoraði tvö mörk fyrir Hafnarfjarðarliðið sem alls skoraði sjö mörk í kvöld. Þær eru ásamt Val, KR, Selfossi, Breiðablik og FH komnar áfram í 8-liða úrsltiin. 16-liða úrslitin klárast á morgun með tveimur leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner