Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   lau 10. ágúst 2024 11:30
Sölvi Haraldsson
Todibo í West Ham (Staðfest)
Todibo og Steidten, yfirmarður fótboltamála hjá West Ham.
Todibo og Steidten, yfirmarður fótboltamála hjá West Ham.
Mynd: West Ham

West Ham staðfestu komu Todibo til félagsins rétt í þessu. Hann kemur á láni út tímabilið en West Ham getur keypt hann eftir tímabilið á 35 milljónir punda.


West Ham hafa verið duglegir að versla í sumar. Leikmenn eins og Summerville, Fullkrug og Guido Rodriguz hafa samið við Lundúnarliðið.

West Ham hafa verið í leit af hafsent í allt sumar en Todibo var ofarlega, ef ekki efstur, á óskalistanum. Einnig hafa þeir tekið inn Max Kilman frá Wolves en þeir eru taldir vera byrjunarliðsleikmenn og verða hafsentapar West Ham í vetur.

Manchester United gerði tilraun í að fá Todibo. Todibo kemur til Englands frá Nice í Frakklandi en þar sem Ineos á bæði hluta í United og Nice tóku þeir ákvörðun að ekki taka Todibo til Manchester borgar. Nice og United spila í sömu Evrópukeppni og mega ekki skiptast á leikmönnum.


Athugasemdir
banner
banner