Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
banner
   fim 10. október 2024 14:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert tjáir sig: Get núna haldið áfram með líf mitt
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson hefur tjáð eftir að hann var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um nauðgun.

Albert hefur alla tíð neitað sök í málinu og verjandi hans gerði það sömuleiðis fyrir hönd skjólstæðings síns.

„Ég var allan tímann viss um jákvæða útkomu fyrir mig en þessi dómur er samt sem áður ákveðinn léttir. Þetta hefur verið erfitt ár í hreinskilni sagt og ekki auðvelt að takast á við þetta andlega," segir Albert í færslu á samfélagsmiðlum.

„Ég hef lært að fjölskylda og vinir eru mér allt. Ég verð þeim þakklátur alla tíð."

„Einnig vil ég taka það fram að ég samþykki aldrei ofbeldi af neinu tagi. Ég er tveggja barna faðir - ég á unga dóttur og þrjár yngri systur - og ég vona að þetta mál skaði ekki konur sem hafa orðið fórnarlömb ofbeldis."

„Ég get núna haldið áfram með líf mitt og einbeitt mér að því sem ég geri best," segir Albert.

Albert hefur ekki verið með íslenska landsliðinu í sumar og er ekki í yfirstandandi landsliðsverkefni. Á meðan mál hans hefur verið til meðferðar hjá dómstólum hefur landsliðsþjálfarinn, Age Hareide, ekki mátt velja Albert í landsliðið. En núna má velja hann aftur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner