Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 10. október 2024 13:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kemur Albert inn í hópinn strax?
Icelandair
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson var í dag sýknaður af ákæru um nauðgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann hafði verið ákærður fyrir að brjóta á konu á þrítugsaldri á síðasta ári.

Albert hefur alla tíð neitað sök í málinu og verjandi hans gerði það sömuleiðis fyrir hönd skjólstæðings síns þegar ákæran var þingfest í héraði 3. júlí í sumar.

Albert hefur ekki verið með íslenska landsliðinu í sumar og er ekki í yfirstandandi landsliðsverkefni. Á meðan mál hans hefur verið til meðferðar hjá dómstólum hefur landsliðsþjálfarinn, Age Hareide, ekki mátt velja Albert í landsliðið.

En núna má hann velja hann aftur. Hareide var spurður af því á fréttamannafundi í dag hvort Albert yrði kallaður upp fyrir leikina gegn Wales og Tyrklandi. Strákarnir okkar mæta Wales á morgun.

„Ég hef ekki íhugað það. Við þyrftum að ræða við Fiorentina og KSÍ. Kannski er það ómögulegt," sagði Hareide.

Hareide sagði jafnframt að hann hefði ekki getað hugsað mikið um niðurstöðuna sem kom rétt fyrir fundinn. Leikurinn við Wales væri efst í huga hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner