Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
   fim 10. október 2024 17:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Átti ekki til orð yfir frammistöðu íslenska liðsins
Icelandair
Ólafur Ingi er þjálfari U21 liðsins.
Ólafur Ingi er þjálfari U21 liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ja hérna hér," sagði Ríkharð Óskar Guðnason í uppgjafartón undir lok venjulegs leiktíma þegar hann lýsti leik íslenska U21 landsliðsins gegn því litháenska á Víkingsvelli í dag. Rikki hélt áfram:

„Ég ætla tala hreint út, ég á eiginlega ekki til orð yfir frammistöðu íslenska liðsins hér í dag, með allt þetta undir á móti liði sem hafði nákvæmlega engu að keppa og án stiga í riðlinum. Það mætti halda að Litháen væri með allt undir hjá sér og við ekki nokkurn skapaðan."

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  2 Litáen U21

Ísland þurfti að vinna leikinn til að eiga áfram möguleika á sæti á EM á næsta ári. En það voru hins vegar gestirnir frá Litháen sem unnu sigur, 0-2, en það var staðan í hálfleik. Íslenska liðið átti mjög dapran leik og tapið verðskuldað.

„Afar döpur frammistaða hjá íslensku U21 landsliðsstrákunum okkar hér í dag. Íslenska liðið sá aldrei til sólar hér í dag gegn liði Litháa sem var án stiga í riðlinum, hafði ekki haldið hreinu í ég veit ekki hvað mörgum leikjum en íslenska liðið náði ekki einu sinni að skora á Litháa, og í rauninni ekki líklegir til þess."

„Afar vond frammistaða niðurstaðan,"
sagði svo Rikki eftir að flautað var til leiksloka.
Athugasemdir
banner
banner
banner