Man City vann Liverpool í stórleik helgarinnar. Arsenal fékk á sig mörk og Chelsea vann botnliðið.
Troy Deeney, sérfræðingur BBC, er búinn að velja lið umferðarinnar.
Troy Deeney, sérfræðingur BBC, er búinn að velja lið umferðarinnar.
Markvörður: Emi Martinez (Aston Villa) - Átti virkilega góðan leik í 4-0 sigri gegn Bournemouth en hann varði m.a. víti
Varnarmaður: Michael Keane (Everton) - Skorar og heldur hreinu, vafalaust þeirra besti maður á tímabilinu
Varnarmaður: Jaydee Canvot (Crystal Palace) - Leysti fyrirliðann Marc Guehi af hólmi og var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn og stóð sig frábærlega í markalausu jafntefli gegn Brighton
Varnarmaður: Dan Ballard (Sunderland) - Maður leiksins gegn Arsenal, harður í horn að taka og góður leikskilningur.
Miðjumaður: Nico Gonzalez - Leikurinn gegn Liverpool mögulega hans besti fyrir City. Mikil pressa að leysa Rodri af hólmi en hann gerði það vel og skoraði í þokkabót.
Framherji: Emi Buendia (Aston Villa) - Að koma sterkur til baka eftir langvarandi meiðsli. Skoraði frábært mark.
Framherji: Jeremy Doku (Man City) - Leikmaður helgarinnar. Conor Bradley var frábær gegn Vinicius Junior í síðustu viku en Doku fór afskaplega illa með hann
Athugasemdir


