Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 10. desember 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Lingard gefur vísbendingu um að hann sé að snúa aftur
Enski fótboltamaðurinn Jesse Lingard hefur gefið sterka vísbendingu um að hann sé nálægt því að finna sér nýtt félag.

Lingard hefur verið án félags síðan í sumar er hann rann út á samningi hjá Nottingham Forest.

Þar áður spilaði hann fyrir bæði Manchester United og West Ham.

Þessi þrítugi sóknartengiliður hefur æft með bæði West Ham og Al-Ettifaq síðustu mánuði, en komst ekki að samkomulagi við félögin og er því enn án félags.

Lingard hefur verið duglegur í ræktinni að undanförnu og birti hann áhugaverð orð á Instagram sem gætu gefið vísbendingu um að hann sé að snúa aftur á völlinn.

„Dyrnar eru að opnast fyrir þér. Biðin var ekki refsing, heldur undirbúningur,“ segir í þessum hvatningarorðum sem Lingard birti.
Athugasemdir
banner
banner
banner