Troy Deeney er búinn að velja lið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni fyrir hönd BBC og þar má finna tvo leikmenn frá þremur mismunandi félagsliðum.
Miðvörður: Maxence Lacroix (Crystal Palace) - Hefur verið öflugur síðustu vikur og skoraði laglegt skallamark gegn Man City. Hann er augljóslega byrjaður að læra meira inn á enska boltann og gæti reynst mikilvægur eftir áramót.
Miðjumaður: Will Hughes (Crystal Palace) - Hann sýndi öllum hvers hann er megnugur um helgina þegar hann gaf tvær stoðsendingar gegn Man City. Hann átti frábæran leik gegn Englandsmeisturunum.
Athugasemdir