Liverpool er með 15 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir helgina. Troy Deeney, sérfræðingur BBC, er búinn að velja úrvalslið umferðarinnar.
                
                
                
                                                                                Markvörður: Dean Henderson (Crystal Palace) - Hefur verið virkilega öflugur í uppsveiflu Crystal Palace og átti góðan leik í 1-0 sigri gegn Ipswich.
            Varnarmaður: Ola Aina (Nottingham Forest) - Forest vann frábæran 1-0 sigur gegn Manchester City. Aina og Murillo hafa báðir verið frábærir allt tímabilið og lokuðu vel á aðgerðir City.
            Varnarmaður: Tyrone Mings (Aston Villa) - Er að njóta sín á vellinum og gerði vel í 1-0 sigri Villa gegn Brentford.
            Varnarmaður: Murillo (Nottingham Forest) - Það er ekki að ástæðulausu sem Forest lagði alla áherslu á að gera nýjan lengri samning við hann.
            Varnarmaður: Milos Kerkez (Bournemouth) - Í mínum huga er hann þegar einn besti vinstri bakvörðurinn í bransanum. Það er ekki skrítið að Liverpool sýni honum áhuga.
            Miðjumaður: Declan Rice (Arsenal) - Hrikalega mikilvægur fyrir Arsenal. Skoraði mark liðsins í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester United.
            Miðjumaður: Bruno Guimaraes (Newcastle) - Skoraði sigurmark Newcastle gegn West Ham. Mikilvægur sigur Newcastle í baráttunni um Meistaradeildarsæti.
            Miðjumaður: Bruno Fernandes (Man Utd) - United þarf á þessum manni að halda til að ná fyrri hæðum. Frábær aukaspyrnutækni í markinu gegn Arsenal.
            Sóknarmaður: Mohamed Salah (Liverpool) - Var talsvert frá sínu besta í sigrinum gegn Southampton en skilaði samt tveimur mörkum.
            Sóknarmaður: Ollie Watkins (Aston Villa) - Skoraði sigurmarkið gegn Brentford og fagnaði gegn sínu fyrrum félagi, eins og menn eiga að gera.
            Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
             
             
             
             
             
             
             
             
             
             
             
             
            
 
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
        
