Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 11. apríl 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
VAR alltaf í umræðunni: Newcastle fékk ekki vítaspyrnu
Mynd: Getty Images
VAR, myndbandsdómarakerfið, er alltaf í umræðunni í ensku úrvalsdeildinni.

Í dag hefur það verið mikið í umræðunni í kringum leik Tottenham og Manchester United.

Sjá einnig:
Mark tekið af Man Utd - „Hvíl í friði fótbolti"

Það var dæmt brot á Scott McTominay en ekki á James Tarkowski, varnarmann Burnley, þegar hann sparkaði í höfuð Sean Longstaff, miðjumanns Newcastle, fyrr í dag. Það gerðist innan teigs en það var látið vera.

Það gerðist í stöðunni 1-0 fyrir Burnley en Newcastle tókst að vinna leikinn 2-1.

Hægt er að sjá myndband af atvikinu hérna.

Tarkowski fór gríðarlega hátt með fótinn er Longstaff reyndi að skalla boltann. Sérfræðingar Sky Sports voru allir sammála um að þetta hefði átt að vera vítaspyrna. „Hann tók næstum því höfuðið af honum, þetta er vítaspyrna," sagði Jamie Redknapp og Roy Keane var meira að segja sammála því að Burnley hefði verið heppið þarna.


Athugasemdir
banner
banner
banner