Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 11. júlí 2021 16:30
Brynjar Ingi Erluson
PSG ræðir við Raiola um Pogba
Paul Pogba gæti snúið aftur til Frakklands
Paul Pogba gæti snúið aftur til Frakklands
Mynd: EPA
Franska félagið Paris Saint-Germain er í viðræðum við Mino Raiola um Paul Pogba en franski miðillinn Telefoot hefur þetta eftir áreiðanlegum heimildum.

Pogba á aðeins ár eftir af samningi sínum hjá Manchester United og eru mörg félög að horfa til hans.

Hann hefur verið orðaður við Juventus og Real Madrid en PSG hefur einnig mikinn áhuga á að bæta við miðjumanni.

Samkvæmt Telefoot er PSG í viðræðum við Mino Raiola, umboðsmann Pogba, um leikmanninn og verður svo tekin ákvörðun í næstu viku um hvort leikmaðurinn hafi áhuga á að snúa aftur til Frakklands.

PSG hefur þegar fengið þá Achraf Hakimi, Sergio Ramos og Gini Wijnaldum í sumar. Félagið mun þó staðfesta komu Gianluigi Donnarumma eftir Evrópumótið.
Athugasemdir
banner
banner
banner