Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 11. júlí 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Veit að hann getur spilað á töluvert hærra getustigi"
Jason Daði upplifir drauminn.
Jason Daði upplifir drauminn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er auðvitað búinn að vera draumur Jasonar í langan tíma að fara í atvinnumennsku. Hann á það svo sannarlega skilið, hefur lagt á sig mikla vinnu og hefur spilað gríðarlega vel," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net í gær.

Jason Daði Svanþórsson gekk í raðir Grimsby í vikunni. Hann var keyptur frá Breiðabliki þar sem hann var á sínu fjórða tímabili. Jason kom til Breiðabliks frá uppeldisfélaginu Aftureldingu eftir tímabilið 2020.

Grimsby er í ensku D-deildinni, League Two. Þegar fjallað var fyrst um áhuga Grimsby kom það nokkuð á óvart. Jason hefur verið einn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar undanfarin ár.

„Ég get alveg viðurkennt það að þetta er ekki skrefið sem maður endilega sá fyrir sér; að fara í 4. deildina á Englandi. Við treystum því að þetta sé einhver stökkpallur upp í eitthvað betra því ég veit að hann getur spilað á töluvert hærra getustigi en þetta. Hann getur spilað í flestum efstu deildum, fyrir utan kannski þær allra bestu."

„Við erum spenntir að fylgjast með honum og vonumst til þess að honum gangi vel."


Dóri var spurður hvort honum fyndist skrítið að Jason hafi ekki beðið eftir einhverju öðru.

„Það er ekki mitt að hafa skoðun á því. Það kom inn tilboð sem var fjárhagslega ásættanlegt fyrir Breiðablik og Jason fær einhvern samning; tækifæri sem honum líst vel á. Þá er ekki mitt að hafa skoðun á því. Ég veit ekki hvort eða hvað annað var í boði. Ég vona að þetta verði stökkpallur í eitthvað stærra því hann getur spilað á hærra getustigi en þetta," sagði Dóri sem undirbýr sitt lið fyrri leik gegn Tikvesh í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner