Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. ágúst 2020 14:35
Magnús Már Einarsson
Neil Lennon: Við erum algjörlega brjálaðir
Bolingoli fór í einn dag til Spánar og sleppti sóttkví
Boli Bolingoli hefur fengið mikla gagnrýni í dag.
Boli Bolingoli hefur fengið mikla gagnrýni í dag.
Mynd: Getty Images
Neil Lennon, stjóri Celtic, er brjálaður út í Boli Bolingoli varnarmann liðsins eftir að hann braut reglur um sóttkví á dögunum. Bolingoli skrapp til Spánar í síðustu viku og sleppti því að fara í sóttkví við komuna aftur til Skotlands.

Bolingoli æfði í kjölfarið með Celtic í síðustu viku og spilaði með liðinu gegn Kilmarnock um helgina. Hann braut um leið reglur sem snúa að kórónuveirunni í Skotlandi.

Mikil reiði ríkir í Skotlandi eftir atvikið og Nicola Sturgeon, forsætisráðherra, lét í sér heyra í dag og sagði að Celtic muni ekki spila leiki í komandi viku.

Búið er að fresta næstu tveimur leikjum Celtic og óvíst er með leikinn gegn KR í Meistaradeildinni í næstu viku. Lennon er allt annað en ánægður með lærisvein sinn Bolingoli.

„Við vissum ekki af því fyrr en í gær en Bolingoli flaug til Spánar á mánudaginn og flaug síðan aftur hingað á þriðjudag. Einn dagur á Spáni, það er ekkert rökrétt við það," sagði Lennon á fréttamannafundi í dag.

„Hann ákvað að halda þessu fyrir sjálfan sig og sagði engum frá þessu. Hann æfði alla vikuna og setti alla í hættu í bubblunni sem við höfum búið til hér. Hann var hluti af hópnum og spilaði á sunnudag. Um leið setti hann alla í hættu og leikmenn og starfsfólk Kilmarnock líka. Þetta fréttist í gær og þá greindi hann frá þessu."

„Varðandi ábyrgð féalgsins þá höfum við beðið öll félög í deildinni afsökunar sem og fótboltasamfélagið í heild."

„Við vorum algjörlega brjálaðir og agndofa yfir þessu. Félagið hefur reynt sitt besta við að virða allar reglur og reyna að koma fótboltaleikjum í gang en einn sjálfselskur einstaklingur hefur valdið okkur miklum vonbrigðum með gjörðum sínum."


Sjá einnig:
Allt brjálað í Skotlandi - Verður KR dæmdur sigur gegn Celtic?
Athugasemdir
banner
banner