banner
   þri 11. ágúst 2020 11:54
Magnús Már Einarsson
Allt brjálað í Skotlandi - Verður KR dæmdur sigur gegn Celtic?
Mynd: Getty Images
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, hefur látið Celtic og Aberdeen fá það óþvegið eftir að leikmenn liðanna brutu reglur vegna kórónaveirunnar.

Boli Bolingoli, leikmaður Celtic, skrapp til Spánar á dögunum og sleppti því að fara í sóttkví í Skotlandi við heimkomu. Hann spilaði síðan með Celtic gegn Kilmarnock um síðustu helgi.

Leikmenn Aberdeen smituðust eftir að þeir fóru á barinn um þarsíðustu helgi.

„Ég er svekkt yfir því að fótboltamenn geti ekki hagað lífi sínu af ábyrgð. Við getum ekki verið með leikmenn, sem njóta forréttinda, og láta eins og þeim sé alveg sama," sagði Surgeon í dag.

„Ekki búast við því að Celtic og Aberden fái að spila leiki í komandi viku. Þetta er gult spjald. Næst verður það rautt."

Uppfært 14:20: Búið er að fresta næstu tveimur leikjum Celtic og Aberdeen í skosku deildinni.

KR á að mæta Celtic í Skotlandi í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar í næstu viku en miðað við orð Surgeon í dag er ólíklegt að sá leikur fari fram í Skotlandi. Spurning er hvort lið Celtic fái að færa leikinn utan Skotlands eða hvort KR verði mögulega dæmdur sigur.


Athugasemdir
banner
banner