Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   fös 11. október 2024 21:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Albert kemur ekki inn í hópinn - „Ég sendi honum skilaboð"
Icelandair
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, sagði frá því á fréttamannafundi núna áðan að Albert Guðmundsson verði ekki kallaður inn í hópinn fyrir leikinn gegn Tyrklandi í Þjóðadeildinni á mánudagskvöld.

Albert var í gær sýknaður af ákæru um nauðgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann hafði verið ákærður fyrir að brjóta á konu á þrítugsaldri á síðasta ári.

Það má því velja hann aftur í landsliðið en Hareide vonast til að fá hann til baka í nóvember. Hann komi ekki inn núna.

„Ég hef ekki haft mikinn tíma til að tala við Albert. Ég sendi honum skilaboð. Ég veit að Jörundur Áki, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, talaði við hann," sagði Hareide.

„Ég held að Albert þurfi tíma núna. Andlega eru dómsmál erfið. Ég er ekki viss um að við getum fengið það besta frá honum núna."

„Vonandi fáum við hann til baka í nóvember en við þurfum að spila gegn Tyrklandi án hans," sagði landsliðsþjálfarinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner