Liverpool situr í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir nauman sigur á Crystal Palace, Aston Villa vann öflugan sigur gegn Arsenal, Manchester City og Tottenham fögnuðu en Manchester United fékk skell gegn Bournemouth.
Garth Crooks sérfræðingur BBC er búinn að setja saman úrvalslið umferðarinnar.
Garth Crooks sérfræðingur BBC er búinn að setja saman úrvalslið umferðarinnar.
Markvörður: Alisson (Liverpool) - Liverpool getur þakkað markverði sínum fyrir að vera í toppsætinu. Hann átti frábærar vörslur gegn Palace, þar á meðal frá Joachim Andersen sem virtist vera að jafna leikinn í lokin.
Varnarmaður: Marcos Senesi (Bournemouth) - Reis hærra en Harry Maguire og skoraði annað mark Bournemouth í mögnuðum 3-0 sigri liðsins gegn Manchester United.
Varnarmaður: Tosin Adarabioyo (Fulham) - Meðal markaskorara Fulham í ótrúlegum 5-0 sigri gegn West Ham. Fulham hefur skorað tíu mörk og haldið hreinu í síðustu tveimur leikjum.
Varnarmaður: Milos Kerkez (Bournemouth) - Ungverjinn ungi var hrikalega öflugur þegar lið hans rúllaði yfir Manchester United.
Miðjumaður: Lewis Cook (Bournemouth) - Labbaði yfir cott McTominay, Bruno Fernandes og Sofyan Amrabat á miðsvæðinu.
Miðjumaður: John McGinn (Aston Villa) - Er að spila sinn besta fótbolta á ferlinum og var hetja Aston Villa gegn Arsenal.
Sóknarmaður: Mohamed Salah (Liverpool) - Skoraði sitt 200. mark fyrir Liverpool í sigrinum gegn Palace.
Sóknarmaður: Dominic Solanke (Bournemouth) - Skoraði virkilega laglegt mark gegn Manchester United og skapaði vandræði fyrir varnarmenn andstæðingana trekk í trekk.
Athugasemdir