Heimild: Thorsport
Þórsarar tilkynntu í kvöld að þrír markverðir væru búnir að skrifa undir samninga við félagið. Tveir þeirra ganga í raðir félagsins en það eru þeir Franko Lalic og Víðir Jökull Valdimarsson.
Franko Lalic er 33 ára Króati sem kemur til Þórs frá Dalvík/Reyni þar sem hann hefur verið undanfarin tvö ár. Þar á undna var hann með Víkingi Ólafsvík og Þrótti Reykjavík og á alls að baki 111 leiki á Íslandi.
„Auk þess að spila mun Franko hafa yfirumsjón með markmannsþjálfun félagsins. Samningurinn er til tveggja ára," segir í frétt á heimasíðu Þórs.
Franko Lalic er 33 ára Króati sem kemur til Þórs frá Dalvík/Reyni þar sem hann hefur verið undanfarin tvö ár. Þar á undna var hann með Víkingi Ólafsvík og Þrótti Reykjavík og á alls að baki 111 leiki á Íslandi.
„Auk þess að spila mun Franko hafa yfirumsjón með markmannsþjálfun félagsins. Samningurinn er til tveggja ára," segir í frétt á heimasíðu Þórs.
Víðir Jökull kemur til Þórs frá Val. Hann er fæddur árið 2007 og er því á miðári í 2. flokki. Hann hefur varið mark venslaliðs Vals, KH, síðustu ár. Hann á að baki 35 leiki í meistaraflokki og fjóra leiki fyrir yngri landsliði Íslands. Víðir Jökull skrifar undir tveggja ára samning við Þór.
Þá var greint frá því að Aron Birkir Stefánsson, sem hefur verið aðalmarkvörður Þórs síðustu ár, hafi undirritað nýjan tveggja ára samning við félagið. Hann er á leið í sitt tíunda tímabil í meistaraflokki.
Aron Birkir er 25 ára og fór upp í gegnum yngri flokka starf Þórs. Hann á að baki 193 leiki fyrir félagið og lék á sínum tíma 11 leiki fyrir yngri landsliðin.
„Við bjóðum Franko og Víði hjartanlega velkomna í Þorpið og fögnum því að hafa Aron Birki áfram og hlökkum til að fylgjast með þeim næsta sumar," segir í frétt Þórsara.
Athugasemdir