Þórsarar hafa krækt í miðjumanninn Ibrahima Balde, mun hann leika með liðinu í Lengjudeildinni á næstu leiktíð.
Balde er 28 ára og hefur leikið með Vestra undanfarin tvö tímabil. Hann hjálpaði Vestra að fara upp úr Lengjudeildinni 2023 og lék svo 23 leiki með liðinu sem hélt sér uppi í Bestu deildinni í sumar. Hann náði ekki samkomulagi við Vestra um nýjan samning en semur á Akureyri.
Balde er 28 ára og hefur leikið með Vestra undanfarin tvö tímabil. Hann hjálpaði Vestra að fara upp úr Lengjudeildinni 2023 og lék svo 23 leiki með liðinu sem hélt sér uppi í Bestu deildinni í sumar. Hann náði ekki samkomulagi við Vestra um nýjan samning en semur á Akureyri.
Balde er frá Senegal en hóf sinn meistaraflokksferil á Spáni og hafði leikið þar í neðri deildunum allan sinn feril þar til hann samdi á Ísafirði.
Balde er fyrsti leikmaðurinn sem Þór krækir í frá því að síðasta tímabili lauk. Þórsarar enduðu í 10. sæti Lengjudeildarinnar í sumar.
Athugasemdir