Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 12. febrúar 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Ein dýrasta fótboltakona heims með glæsilegt mark í fyrsta leik
Mayra Ramirez fylgist með boltanum hafna í netinu
Mayra Ramirez fylgist með boltanum hafna í netinu
Mynd: Getty Images
Kólumbíska landsliðskonan Mayra Ramirez skoraði stórbrotið mark í fyrsta leik sínum með enska félaginu Chelsea í 1-0 sigri liðsins á Crystal Palace í enska bikarnum í gær.

Chelsea keypti Ramirez fyrir metfé á dögunum en það er talið nema um 450 þúsund evrum. Kaupverðið gæti hækkað upp í 500 þúsund evrum ef ákveðnum skilyrðum er mætt, sem myndi gera hana að dýrustu fótboltakonu heims.

Ramirez sýndi öllum ástæðuna fyrir því að hún kostaði allan þennan pening er hún gerði stórglæsilegt mark í fyrsta leik sínum með Chelsea í leik gegn Palace í gær.

Sóknarmaðurinn fékk sendingu inn í teiginn og náði á einhvern ótrúlegan hátt að lyfta honum með hælnum og í netið. Glæsilegt mark sem má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner