Eftir hverja umferð í ensku úrvalsdeildinni velur Garth Crooks, sérfræðingur breska ríkisútvarpsins, lið vikunnar. Í liðinni umferð bar toppslagur Liverpool og Manchester City hæst en hann endaði með 1-1 jafntefli. Stórskemmtilegur fótboltaleikur.
Markvörður: Guglielmo Vicario (Tottenham Hotspur) - Varði glæsilega frá Nicolo Zaniolo á mikilvægum tímapunkti í 4-0 sigri Tottenham gegn Aston Villa.
Varnarmaður: Ben White (Arsenal) - Arsenal var heppið að vinna Brentford en tvær stoðsendingar White reyndust gulls ígildi.
Miðjumaður: Cole Palmer (Chelsea) - Skoraði og lagði upp í sigri Chelsea gegn Newcastle. Hefur mikla hæfileika og á skilið landsliðssæti hjá Englandi.
Sóknarmaður: Son Heung-min (Tottenham Hotspur) - Eitt mark og tvær stoðsendingar. Þarf að segja meira?
Athugasemdir