Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 12. ágúst 2020 21:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
PSG í undanúrslit í fyrsta sinn í 25 ár
PSG er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir vægast sagt dramatískan sigur á Atalanta frá Ítalíu.

Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Magnaðar lokamínútur í sigri PSG

Atalanta leiddi 1-0 stærstan hluta leiksins og alveg fram í uppbótartíma. Í uppbótartímanum skoraði PSG tvisvar og vann leikinn með tveimur mörkum gegn einu.

Þetta er mjög kærkomið fyrir PSG, að komast í undanúrslitin. Félagið hefur keypt leikmenn eins og Neymar, Kylian Mbappe og Mauro Icardi í þeirri von um að komast sem lengst í þessari keppni. Núna er félagið komið lengra en í öllum tilvikum síðan 1995.

PSG tapaði gegn AC Milan í undanúrslitum 1995 og spurning hvað gerist núna.


Athugasemdir
banner